Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 06:48 Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Haag í sumar. Hér eru Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á spjalli við Donald Trump Bandaríkjaforseta, en Bandaríkjastjórn hefur lengi þrýst á það að önnur bandalagsríki NATO verji meiri fjármunum í öryggis- og varnarmál. NATO Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Gert er ráð fyrir um 20% útgjaldaaukningu vegna utanríkismála í fjárlögum næsta árs samkvæmt frumvarpi samanborið við árið í ár. Meðal annars er gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna stuðnings Íslands við Úkraínu, vegna viðhalds á varnarmannvirkjum og fjölgun gistirýma á öryggissvæðum. Þá stendur til að bæta mönnun og auka sérfræðiþekkingu á sviði varnartengdra verkefna. Viðmið í mótun vegna NATO-markmis Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar samþykktu aðildarríki að stórauka framlög sín til öryggis- og varnarmála frá því sem verið hefur. Kveðið var á um það í yfirlýsingu aðildarríkjanna að þau muni verja 5% af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Þar af séu 3,5% í bein varnar- og hernaðarútgjöld og 1,5 í að styrkja innviði og efla viðnámsþrótt og áfallaþol ríkjanna. Aðeins hið síðarnefnda á við um hið herlausa Ísland, en ríkisstjórnin stefnir á að ná því markmiði árið 2035. Ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hvað mun falla þar undir eða hve hátt hlutfallið verður orðið á næsta ári. „Viðmið fyrir nauðsynlegar framkvæmdir og styrkingu innviða á Íslandi eru enn til vinnslu hjá Atlantshafsbandalaginu og stjórnvöldum. Í framhaldi af þeirri vinnu mun eiga sér stað vönduð greining, áætlanagerð og framkvæmdir til að styrkja innviði sem nýtast m.t.t. varnar- og öryggismála og til að auka áfallaþol íslensks samfélags,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fleiri milljarðar áætlaðir í fjárlögum „Öryggi og innviðir“ er eitt af þeim leiðarstefum sem ríkisstjórnin kveðst boða í fjárlögum sem kynnt voru á mánudag og ráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun. Í því samhengi verði meðal annars lögð áhersla á öruggari samgöngur, landamæri og samfélag. Lesa má meðal annars úr frumvarpinu að útgjaldarammi vegna utanríkismála vex um tæp nítján prósent á milli ára, úr 19,2 milljörðum í ár og í 23,15 milljarða á næsta ári. Það er aukning upp á rúma 3,5 milljarða á föstu verðlagi. Að teknu tilliti til launa- og verðlagsbreytinga hækka útgjöldin alls um 20,4% á milli ára. Úr greinargerð um utanríkismál með fjárlagafrumvarpi 2026.Stjórnarráðið/fjárlög 2026 Lang mestu munar þar um útgjöld til nýrra og aukinna verkefna á sviði samstarfs um öryggis- og varnarmál. Útgjöld vegna rekstrarkostnaðar og utanríkisviðskipta breytast lítið á milli ára en samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs aukast nokkuð. Mest aukning vegna stuðnings við Úkraínu Málaflokkur samstarfs um öryggis- og varnarmál innan ráðuneytisins nær yfir fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál, fjölþáttaógnir svokallaðar og rekstur og fjármögnun varnartengdra rekstrarverkefna og yfirumsjón með öryggis- og varnarsvæðum á Íslandi. Rekstur tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og undirbúningur og framkvæmd varnaræfinga á Íslandi falla einnig undir málaflokkinn. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2026 er áætluð um 10,4 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpi og hækkar þannig um rúma 3,2 milljarða frá fjárlögum þessa árs. Hér má sjá hvernig heildarútgjöld vegna utanríkismála líta út samkvæmt fjárlögum 2026.Stjórnarráðið/fjárlög 2026 Drjúgur hluti þessarar hækkunar er vegna aukins stuðnings við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Framlag Íslands þar felst meðal annars í þátttöku Íslands í kaupum á hergögnum og birgðum ásamt sértækum þjálfunarverkefnum og er áætlað að útgjöld vegna þessa verði 2,1 milljarði meiri á næsta ári en fjárlög þessa árs gera ráð fyrir. Sjá einnig: 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna aukningu á fjárlögum milli ára til að bæta mönnun, auka sérfræðiþekkingu, þjálfun og endurmenntun starfsfólks sem sinner varnartengdum verkefnum. 350 milljónum meira er einnig áætlað í viðhald varnarmannvirkja og kerfa á öryggissvæðum frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Sömu upphæð er ráðgert að verja til viðbótar vegna fjölgunar gistirýma á öryggissvæðum. Mikilvægi alþjóðasamskipta og hagsmunagæslu sjaldan verið skýrara Hvað varðar samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs er gert ráð fyrir tæpum fjórum milljörðum á næsta ári, sem er rúmum 500 milljónum meira en á fjárlögum þessa árs. Peningarnir eiga meðal annars að fara í auknar fjárheimildir vegna fjölþjóðasamstarfs Íslands á vettvangi Eftirlitstofnunar EFTA, NATO, OECD, IAEA, Norrænu ráðherranefndarinnar, Evrópuráðsins og fleiri stofnanna sem Ísland á aðild að. „Mikilvægi þess að sinna alþjóðasamskiptum og hagsmunagæslu fyrir Ísland hefur sjaldan verið skýrara og á það við um öll svið alþjóðasamskipta, hvort sem það tengist viðskiptum, hagsmunagæslu eða samstarfi um öryggis- og varnarmál. Ástand heimsmála er með þeim hætti að nauðsynlegt er að horfa sérstaklega til öryggis- og varnarmála og endurspeglar sú forgangsröðun sem birtist í þessu fjárlagafrumvarpi þann veruleika,” segir meðal annars í kaflanum um utanríkismál í fjárlagafrumvarpinu. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir um 20% útgjaldaaukningu vegna utanríkismála í fjárlögum næsta árs samkvæmt frumvarpi samanborið við árið í ár. Meðal annars er gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna stuðnings Íslands við Úkraínu, vegna viðhalds á varnarmannvirkjum og fjölgun gistirýma á öryggissvæðum. Þá stendur til að bæta mönnun og auka sérfræðiþekkingu á sviði varnartengdra verkefna. Viðmið í mótun vegna NATO-markmis Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar samþykktu aðildarríki að stórauka framlög sín til öryggis- og varnarmála frá því sem verið hefur. Kveðið var á um það í yfirlýsingu aðildarríkjanna að þau muni verja 5% af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Þar af séu 3,5% í bein varnar- og hernaðarútgjöld og 1,5 í að styrkja innviði og efla viðnámsþrótt og áfallaþol ríkjanna. Aðeins hið síðarnefnda á við um hið herlausa Ísland, en ríkisstjórnin stefnir á að ná því markmiði árið 2035. Ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hvað mun falla þar undir eða hve hátt hlutfallið verður orðið á næsta ári. „Viðmið fyrir nauðsynlegar framkvæmdir og styrkingu innviða á Íslandi eru enn til vinnslu hjá Atlantshafsbandalaginu og stjórnvöldum. Í framhaldi af þeirri vinnu mun eiga sér stað vönduð greining, áætlanagerð og framkvæmdir til að styrkja innviði sem nýtast m.t.t. varnar- og öryggismála og til að auka áfallaþol íslensks samfélags,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fleiri milljarðar áætlaðir í fjárlögum „Öryggi og innviðir“ er eitt af þeim leiðarstefum sem ríkisstjórnin kveðst boða í fjárlögum sem kynnt voru á mánudag og ráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun. Í því samhengi verði meðal annars lögð áhersla á öruggari samgöngur, landamæri og samfélag. Lesa má meðal annars úr frumvarpinu að útgjaldarammi vegna utanríkismála vex um tæp nítján prósent á milli ára, úr 19,2 milljörðum í ár og í 23,15 milljarða á næsta ári. Það er aukning upp á rúma 3,5 milljarða á föstu verðlagi. Að teknu tilliti til launa- og verðlagsbreytinga hækka útgjöldin alls um 20,4% á milli ára. Úr greinargerð um utanríkismál með fjárlagafrumvarpi 2026.Stjórnarráðið/fjárlög 2026 Lang mestu munar þar um útgjöld til nýrra og aukinna verkefna á sviði samstarfs um öryggis- og varnarmál. Útgjöld vegna rekstrarkostnaðar og utanríkisviðskipta breytast lítið á milli ára en samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs aukast nokkuð. Mest aukning vegna stuðnings við Úkraínu Málaflokkur samstarfs um öryggis- og varnarmál innan ráðuneytisins nær yfir fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál, fjölþáttaógnir svokallaðar og rekstur og fjármögnun varnartengdra rekstrarverkefna og yfirumsjón með öryggis- og varnarsvæðum á Íslandi. Rekstur tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og undirbúningur og framkvæmd varnaræfinga á Íslandi falla einnig undir málaflokkinn. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2026 er áætluð um 10,4 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpi og hækkar þannig um rúma 3,2 milljarða frá fjárlögum þessa árs. Hér má sjá hvernig heildarútgjöld vegna utanríkismála líta út samkvæmt fjárlögum 2026.Stjórnarráðið/fjárlög 2026 Drjúgur hluti þessarar hækkunar er vegna aukins stuðnings við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Framlag Íslands þar felst meðal annars í þátttöku Íslands í kaupum á hergögnum og birgðum ásamt sértækum þjálfunarverkefnum og er áætlað að útgjöld vegna þessa verði 2,1 milljarði meiri á næsta ári en fjárlög þessa árs gera ráð fyrir. Sjá einnig: 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna aukningu á fjárlögum milli ára til að bæta mönnun, auka sérfræðiþekkingu, þjálfun og endurmenntun starfsfólks sem sinner varnartengdum verkefnum. 350 milljónum meira er einnig áætlað í viðhald varnarmannvirkja og kerfa á öryggissvæðum frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Sömu upphæð er ráðgert að verja til viðbótar vegna fjölgunar gistirýma á öryggissvæðum. Mikilvægi alþjóðasamskipta og hagsmunagæslu sjaldan verið skýrara Hvað varðar samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs er gert ráð fyrir tæpum fjórum milljörðum á næsta ári, sem er rúmum 500 milljónum meira en á fjárlögum þessa árs. Peningarnir eiga meðal annars að fara í auknar fjárheimildir vegna fjölþjóðasamstarfs Íslands á vettvangi Eftirlitstofnunar EFTA, NATO, OECD, IAEA, Norrænu ráðherranefndarinnar, Evrópuráðsins og fleiri stofnanna sem Ísland á aðild að. „Mikilvægi þess að sinna alþjóðasamskiptum og hagsmunagæslu fyrir Ísland hefur sjaldan verið skýrara og á það við um öll svið alþjóðasamskipta, hvort sem það tengist viðskiptum, hagsmunagæslu eða samstarfi um öryggis- og varnarmál. Ástand heimsmála er með þeim hætti að nauðsynlegt er að horfa sérstaklega til öryggis- og varnarmála og endurspeglar sú forgangsröðun sem birtist í þessu fjárlagafrumvarpi þann veruleika,” segir meðal annars í kaflanum um utanríkismál í fjárlagafrumvarpinu.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira