Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 11:15 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst. Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst.
Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?