Fótbolti

Lands­liðs­þjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leik­mönnum að van­meta ekki strákana okkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Didier ætlar sér sigur gegn Íslandi í kvöld.
Didier ætlar sér sigur gegn Íslandi í kvöld.

„Ég veit allt sem þarf fyrir leikinn. Hvernig liðið spilaði síðasta leik og hvaða leikmenn þeir eru með,“ segir Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands um íslenska liðið fyrir leikinn í kvöld.

Sýn Sport ræddi við hann á Parc De Princes vellinum í gær.

„Þeir eru augljóslega vanir að spila saman. Meiðsli Alberts [Guðmundssonar] eru áhyggjuefni fyrir þá því hann er mjög áhrifamikill leikmaður. Íslenska liðið hefur þróast mikið undanfarið. Liðið er vel spilandi, það kýs uppspil gegn mótherjum þrátt fyrir að vera spila gegn liðum sem eru líkamlega sterkari. Svo er liðið hættulegt í föstum leikatriðum og flæðið með boltanum virðist almennt gott.“

Hann segir að Ísland sem með fremri liðum í Evrópu. Hann hefur verið að ræða við sína leikmenn og starfsliðið allt um að vanmeta ekki Ísland.

„Ég segi alltaf við þá, fyrir hvern einasta leik að það má hvergi slaka á.“

Frakkar misstu tvo lykilleikmenn eftir síðasta leik þegar liðið vann Úkraínu á föstudagskvöldið. Ousmane Dembele og Désiré Doué verða ekki með liðinu í kvöld.

„Þetta er bara staðan en við verðum með alla aðra. Við misstum augljóslega tvo góða leikmenn en það eru fleiri landslið að glíma við meiðsli.“

Klippa: Brýnir fyrir sínum leik­mönnum að van­meta ekki strákana okkar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×