Verið ættleiddur af Íslendingum Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 8. september 2025 21:55 Mikil gleði ríkti þegar Ross Edgley kom í land rétt eftir 16 í dag. Vísir/Anton Brink Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið. „Ég átti ekki von á því að neinn myndi mæta hingað,“ sagði breski sundkappinn horfandi á mannfjöldann um klukkan 16 í dag. „Þetta er ótrúlegt.“ Þegar hann kom loks í land dugaði ekkert minna en að láta kampavínið gossa og skvettast á fjölmiðlamenn og aðra viðstadda. Eftir smá stund með föruneyti sínu tók Edgley þétt utan um Tómas Arnar Þorláksson fréttamann og heilsaði honum líkt og um væri að ræða gamlan félaga. „Þegar ég byrjaði á þessu þá var ég ungur maður en sjáðu mig núna,“ sagði Edgley léttur og tók utan um þétt sjómannaskeggið. „Ísland er magnað. Sögurnar, fólkið og arfleiðin. Þegar ég hóf þessa för þá átti ég von á því að þetta yrði ævintýri en þetta var svo magnað.“ Edgley segir sundið hafa verið mun erfiðara en hann átti von á en upphaflega var gert ráð fyrir því að hann gæti klárað það á sléttum hundrað dögum. „Hversu hræðileg hugmynd var það?“ bætir hann við og hlær. Svo fór ekki og kláraði hann sundið í dag, 115 dögum eftir að það hófst í Garði þann 16. maí. Hann synti í tólf tíma á dag, sex tíma í senn og lagði sig þess á milli. Ross Edgley hefur synt víða um heim en segir upplifun hans af Íslandi engu lík. Vísir/Anton Brink Eyjaskeggjar kepptust við að aðstoða hópinn För Edgley var viðburðarík. Hann segir einn af hápunktunum hafi verið að aðstoða hvali fyrir norðan þegar fjöldi grindhvala strönduðu í Ólafsfirði. Þá hafi Vestmannaeyjar verið sérstaklega eftirminnilegar en íbúar þar buðu Edgley og fylgdarliði að gista hjá sér þegar hópurinn var fastur vegna veðurs. Í Grímsey, nyrsta punkti fararinnar, tóku eyjaskeggjar sig svo saman og elduðu fyrir hópinn. Ross Edgley hefur ekki fengið nóg af sundinu og prófar kannski íslenskar sundlaugar eftir þetta. En fyrst lakkrís.Vísir/Anton Brink „Ísland er ótrúlegt og það er magnað hvernig það breytist. Þú upplifir fjórar árstíðir í sama sundinu.“ Það hafi einnig verið magnað að sjá norðurljósin að næturlagi á meðan sundinu stóð. „Út af eldfjöllunum og óveðrinu þá er fólkið hér ótrúlegt og hvernig þau samþykkja þig inn í samfélagið. Ég held að það þurfi vegna þess að náttúruöflin eru svo hörð. Fólk tekur svo vel á móti þér. Það hefur verið magnað.“ Ross Edgley þurfti að glíma við veðuröflin á för sinni í kringum landið og tók hún lengri tíma en hann gerði ráð fyrir. Vísir/Anton Brink Vill lakkrís og þorsk En hvað tekur við eftir þetta? Edgley segist vera orðinn háður íslenskum lakkrís og því ekki úr vegi að byrja á því. „Ég fer annan hring ef ég fæ lakkrís,“ segir Edgley hlæjandi og er fljótur að árétta að hann sé að grínast. „Ég hreinlega veit það ekki. Ég ætla að fagna og það verður svo erfitt að toppa þetta. Svo ég vil bara njóta. Ég vissi að þetta yrði gott en þetta fór fram úr öllum mínum væntingum.“ Hann ætli einnig að fá sér þorsk og lambakjöt við fyrsta tækifæri. „Takk kærlega fyrir. Ísland er magnað en fyrst og fremst vegna íbúanna. Óveður hindraði för okkar en gestrisni fólksins, fólk opnaði dyr heimila sinna fyrir okkur, við villtumst og komumst ekki aftur að landi í Vestmannaeyjum og fólk bauð okkur að gista og eldaði fyrir okkur. Þið eruð mögnuð, þakka ykkur innilega fyrir.“ Fólkið á Íslandi ólíkt öllu öðru Líður þér eins og þú sért orðinn hluti af náttúrunni og Íslandi eftir þennan tíma? „Já kannski, mér líður eins og ég hafi verið ættleiddur. Ég hef sagt það áður að ég er svo þakklátur fyrir að þau hafi leyft þessum skrýtna Breta að synda í kringum þetta fallega land. Það var þannig sem mér leið. Sjávarföllin og hafstraumarnir og hringiðurnar voru óskiljanleg. Þá birtust sjómenn sem hjálpuðu okkur og það var bara ótrúlegt.“ Fjöldi fólks fylgdist með Ross Edgley koma í land í Nauthólsvík í dag.Vísir/Anton Brink „Ég get ekki þakkað fólki nóg. Ég hef synt út um allan heim en Ísland er allt annað. Fólkið er ótrúlegt. Ókunnugt fólk dúkkaði upp kollinum, jafnvel þegar ég birtist með marglyttur í skegginu, og sagði „komið þið inn fyrir og leyfið okkur að hjálpa ykkur.“ Edgley ítrekar að hann hafi ekki getað klárað þetta þrekvirki án aðstoðar heimamanna. „Þegar báturinn hætti að virka þá birtist ókunnugt fólk, verkfræðingar og bauðst til að hjálpa okkur að gera við bátinn. Þegar birgðirnar okkar kláruðust þá keyrði fólk okkur í næsta bæ. Það er einfaldlega magnað.“ Hluti af rannsókn Hafrannsóknarstofnunar Allt sundið söfnuðu áhafnarmeðlimir bátsins sem fylgdi Edgley sýnum úr sjó í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. „Svo við stöndum uppi með þetta ótrúlega kort af líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi og ég held að það sé það sem er magnað fyrir mig. Sundið var meira en bara sund, þetta var allt fyrir vísindin og vernd sjávar. Svo vonandi verður það arfleifð þessa sunds. Fyrir utan að hafa sjálfur átt frábærar stundir hér þá er gott að geta gefið Íslandi þetta. Takk innilega fyrir að leyfa mér að synda hringinn í kringum landið,“ segir Edgley. Langar þig að synda aftur? Hvenær ætlarðu að synda aftur? „Þið hafið mjög góðar sundlaugar. Ég gæti prófað eina af þeim. Nýjabrumið hefur ekki dofnað. Í hvert skipti sem tungan var að detta úr mér og blautbúningurinn særði mig þá allt í einu tók Ísland á móti mér með norðurljósum á nóttunni og firðirnir... Þá var þetta ekki svo slæmt.“ Viðtalið við Ross Edgley má sjá hér í heild sinni. Sund Reykjavík Sjósund Íslandsvinir Tengdar fréttir Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. 8. september 2025 14:30 Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. 29. júní 2025 21:31 Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. 28. maí 2025 20:02 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
„Ég átti ekki von á því að neinn myndi mæta hingað,“ sagði breski sundkappinn horfandi á mannfjöldann um klukkan 16 í dag. „Þetta er ótrúlegt.“ Þegar hann kom loks í land dugaði ekkert minna en að láta kampavínið gossa og skvettast á fjölmiðlamenn og aðra viðstadda. Eftir smá stund með föruneyti sínu tók Edgley þétt utan um Tómas Arnar Þorláksson fréttamann og heilsaði honum líkt og um væri að ræða gamlan félaga. „Þegar ég byrjaði á þessu þá var ég ungur maður en sjáðu mig núna,“ sagði Edgley léttur og tók utan um þétt sjómannaskeggið. „Ísland er magnað. Sögurnar, fólkið og arfleiðin. Þegar ég hóf þessa för þá átti ég von á því að þetta yrði ævintýri en þetta var svo magnað.“ Edgley segir sundið hafa verið mun erfiðara en hann átti von á en upphaflega var gert ráð fyrir því að hann gæti klárað það á sléttum hundrað dögum. „Hversu hræðileg hugmynd var það?“ bætir hann við og hlær. Svo fór ekki og kláraði hann sundið í dag, 115 dögum eftir að það hófst í Garði þann 16. maí. Hann synti í tólf tíma á dag, sex tíma í senn og lagði sig þess á milli. Ross Edgley hefur synt víða um heim en segir upplifun hans af Íslandi engu lík. Vísir/Anton Brink Eyjaskeggjar kepptust við að aðstoða hópinn För Edgley var viðburðarík. Hann segir einn af hápunktunum hafi verið að aðstoða hvali fyrir norðan þegar fjöldi grindhvala strönduðu í Ólafsfirði. Þá hafi Vestmannaeyjar verið sérstaklega eftirminnilegar en íbúar þar buðu Edgley og fylgdarliði að gista hjá sér þegar hópurinn var fastur vegna veðurs. Í Grímsey, nyrsta punkti fararinnar, tóku eyjaskeggjar sig svo saman og elduðu fyrir hópinn. Ross Edgley hefur ekki fengið nóg af sundinu og prófar kannski íslenskar sundlaugar eftir þetta. En fyrst lakkrís.Vísir/Anton Brink „Ísland er ótrúlegt og það er magnað hvernig það breytist. Þú upplifir fjórar árstíðir í sama sundinu.“ Það hafi einnig verið magnað að sjá norðurljósin að næturlagi á meðan sundinu stóð. „Út af eldfjöllunum og óveðrinu þá er fólkið hér ótrúlegt og hvernig þau samþykkja þig inn í samfélagið. Ég held að það þurfi vegna þess að náttúruöflin eru svo hörð. Fólk tekur svo vel á móti þér. Það hefur verið magnað.“ Ross Edgley þurfti að glíma við veðuröflin á för sinni í kringum landið og tók hún lengri tíma en hann gerði ráð fyrir. Vísir/Anton Brink Vill lakkrís og þorsk En hvað tekur við eftir þetta? Edgley segist vera orðinn háður íslenskum lakkrís og því ekki úr vegi að byrja á því. „Ég fer annan hring ef ég fæ lakkrís,“ segir Edgley hlæjandi og er fljótur að árétta að hann sé að grínast. „Ég hreinlega veit það ekki. Ég ætla að fagna og það verður svo erfitt að toppa þetta. Svo ég vil bara njóta. Ég vissi að þetta yrði gott en þetta fór fram úr öllum mínum væntingum.“ Hann ætli einnig að fá sér þorsk og lambakjöt við fyrsta tækifæri. „Takk kærlega fyrir. Ísland er magnað en fyrst og fremst vegna íbúanna. Óveður hindraði för okkar en gestrisni fólksins, fólk opnaði dyr heimila sinna fyrir okkur, við villtumst og komumst ekki aftur að landi í Vestmannaeyjum og fólk bauð okkur að gista og eldaði fyrir okkur. Þið eruð mögnuð, þakka ykkur innilega fyrir.“ Fólkið á Íslandi ólíkt öllu öðru Líður þér eins og þú sért orðinn hluti af náttúrunni og Íslandi eftir þennan tíma? „Já kannski, mér líður eins og ég hafi verið ættleiddur. Ég hef sagt það áður að ég er svo þakklátur fyrir að þau hafi leyft þessum skrýtna Breta að synda í kringum þetta fallega land. Það var þannig sem mér leið. Sjávarföllin og hafstraumarnir og hringiðurnar voru óskiljanleg. Þá birtust sjómenn sem hjálpuðu okkur og það var bara ótrúlegt.“ Fjöldi fólks fylgdist með Ross Edgley koma í land í Nauthólsvík í dag.Vísir/Anton Brink „Ég get ekki þakkað fólki nóg. Ég hef synt út um allan heim en Ísland er allt annað. Fólkið er ótrúlegt. Ókunnugt fólk dúkkaði upp kollinum, jafnvel þegar ég birtist með marglyttur í skegginu, og sagði „komið þið inn fyrir og leyfið okkur að hjálpa ykkur.“ Edgley ítrekar að hann hafi ekki getað klárað þetta þrekvirki án aðstoðar heimamanna. „Þegar báturinn hætti að virka þá birtist ókunnugt fólk, verkfræðingar og bauðst til að hjálpa okkur að gera við bátinn. Þegar birgðirnar okkar kláruðust þá keyrði fólk okkur í næsta bæ. Það er einfaldlega magnað.“ Hluti af rannsókn Hafrannsóknarstofnunar Allt sundið söfnuðu áhafnarmeðlimir bátsins sem fylgdi Edgley sýnum úr sjó í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. „Svo við stöndum uppi með þetta ótrúlega kort af líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi og ég held að það sé það sem er magnað fyrir mig. Sundið var meira en bara sund, þetta var allt fyrir vísindin og vernd sjávar. Svo vonandi verður það arfleifð þessa sunds. Fyrir utan að hafa sjálfur átt frábærar stundir hér þá er gott að geta gefið Íslandi þetta. Takk innilega fyrir að leyfa mér að synda hringinn í kringum landið,“ segir Edgley. Langar þig að synda aftur? Hvenær ætlarðu að synda aftur? „Þið hafið mjög góðar sundlaugar. Ég gæti prófað eina af þeim. Nýjabrumið hefur ekki dofnað. Í hvert skipti sem tungan var að detta úr mér og blautbúningurinn særði mig þá allt í einu tók Ísland á móti mér með norðurljósum á nóttunni og firðirnir... Þá var þetta ekki svo slæmt.“ Viðtalið við Ross Edgley má sjá hér í heild sinni.
Sund Reykjavík Sjósund Íslandsvinir Tengdar fréttir Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. 8. september 2025 14:30 Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. 29. júní 2025 21:31 Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. 28. maí 2025 20:02 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. 8. september 2025 14:30
Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. 29. júní 2025 21:31
Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. 28. maí 2025 20:02