Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 15:33 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði. Vísir/Arnar Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent