Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 15:33 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði. Vísir/Arnar Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28