Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar 9. september 2025 09:01 Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun