„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 21:52 Arnar stóð á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í fyrsta sinn sem þjálfari í kvöld. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. „Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
„Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn