Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar 5. september 2025 12:01 Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun