Viðskipti innlent

Ráðin nýr fag­stjóri hjá Ís­lands­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Birta Kristín Helgadóttir.
Birta Kristín Helgadóttir. Íslandsstofa

Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar.

Þetta segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar kemur fram að Birta Kristín sé menntaður umhverfis- og orkuverkfræðingur og hafi á undanförnum árum leitt fjölbreytt verkefni á sviði sjálfbærni, orku- og loftslagsmála – bæði innan fyrirtækja og í almannahagsmunaverkefnum.

„Hún hefur sterkan fræðilegan grunn, víðtæka reynslu og skýra sýn á framtíðarlausnir í orku og umhverfismálum.

Sameining fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna í eitt teymi byggir á því að sjálfbærni er leiðarljós Útflutningsstefnu Íslands og sérstök áhersla er lögð á að laða að og liðka fyrir sjálfbærum verkefnum svo sem á sviði grænna lausna, fjölnýtingar orku- og efnastrauma og hringrásarlausnum. Innan orku og grænna lausna er öflugt tengslanet við þessa geira í öllum landshlutum og áfram verður tryggt samstarf þvert á geira með fjárfestingaþjónustu á öðrum sviðum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×