Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 09:06 Írski handritshöfundurinn Graham Linehan í bol sem á stendur „Trans konur eru ekki konur“. Hann hefur sjálfur sagt að þessar skoðanir hans hafi heltekið líf hans, kostað hann verkefni og bundið enda á hjónaband hans. AP/Lucy North/PA Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda. Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda.
Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira