Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar 4. september 2025 11:01 Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar