Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Smári Jökull Jónsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 3. september 2025 20:58 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Í lögfræðiáliti sem forsætisráðuneytið lét vinna er þeim möguleika velt upp hvort setja eigi sérlög um kjörgengi og kosningarétt svo allir sem voru með lögheimili í Grindavik 9. nóvember 2023 geti kosið í sveitarfélaginu. Prófessor í stjórnmálafræði segist hafa fullan skilning á að fólk sem ætli sér að flytja aftur heim vilji hafa áhrif á hverjir muni byggja upp bæinn á ný. Hún segir að skýrt þurfi að vera undir hvaða kringumstæðum mögulegar lagabreytingar verði gerðar. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Ef það verður þannig að fólki verði gefinn kostur á kjósa í sveitarfélaginu, sem er ekki með lögheimili þar en var með lögheimili áður en það neyddist til að flytja, þá þarf að huga vel að því að hugsa um hvað er verið að gefa umboð til að gera,“ sagði Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í kvöldfréttum Sýnar. „Er bæjarstjórnin að fá umboð til að byggja upp núna fyrir þá sem eru á svæðinu núna? Já. Er hún að fá umboð til að byggja upp næstu 10-20 árin? Já, auðvitað að leggja grunninn að því. En það verða kosningar á fjögurra ára fresti. Eiga kjósendur sem munu mögulega einhvern tímann búa þarna í framtíðinni að hafa atkvæðisrétt?,“ bætti Eva við. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir muni flytja til baka Í áðurnefndu lögfræðiáliti er sá möguleiki einnig ræddur að fólk geti kosið á tveimur stöðum, í Grindavík sem og í nýju sveitarfélagi þar sem lögheimili er nú skráð. „Það slær mig undarlega ef fólk ætti að hafa tvö atkvæði. Bæði í sveitarfélaginu sem það er með lögheimili í og í Grindavík þar sem það bjó áður. Að sama skapi má alveg velta upp að það gæti alveg verið mögulegt og kannski eru ákveðin rök fyrir því vegna þess að þetta er svo óvanalegt.“ Eva segir ekki endilega hægt að gera ráð fyrir því að allir sem segjast ætla að flytja til baka muni gera það, eða að fólk sem aldrei segist ætla til baka muni samt sem áður gera það í framtíðinni. „Það að byggja þessa ákvörðun á ætlun er bara pólitísk ákvörðun en að sama skapi augljóst að það er ekkert hægt að gera ráð fyrir því að það sem fólk ætlar að gera í dag að það muni gera það eftir einhvern tíma, jafnvel ár. Þegar Grindavík er komin aftur í fullan gang.“ Skiptar skoðanir um hvað skuli gera Um síðustu mánaðamót voru 880 skráðir með lögheimili í Grindavík en einungis lítill hluti þeirra er með fasta búsetu þar. Rúmlega 3500 manns voru með lögheimili í sveitarfélaginu í lok árs 2023. Í Grindavík eru skoðanirnar skiptar en bæjarstjórn bókaði í vikunni að hún telji best að kosningar fari þar fram samkvæmt óbreyttum lögum. Smári Jökull Jónsson, fréttamaður Sýnar, ræddi við nokkra Grindvíkinga. „Ég vil bara að þær fari fram, þeir sem eru með lögheimili í Grindavík geta kosið, aðrir ekki,“ segir Þormar Ómarsson. Jón Margeirsson sagði það eðlilegt að þeir sem séu með skráð lögheimili í bænum fái að kjósa þar. „Ef fólk er heilshugar með það að koma heim og leggja lóð á vogarskálarnar að byggja bæinn upp, ef það væri hægt að finna leið að því þá væri það geggjað. Fólk þarf að gera upp við sig hvað það ætlar að gera,“ segir Jón. Hávarður Gunnarsson segir hins vegar að þeir sem hafi verið með lögheimili í bænum 10. nóvember 2023, daginn sem fyrsta kvikuhlaupið hófst, ættu að fá að kjósa. „Vegna þess að það eru margir sem vilja hafa eitthvað um málið að segja sem eru ekki með lögheimili í dag,“ segir Hávarður. „Mér fyndist að ég þyrfti að geta haft áhrif því hugurinn stefnir alltaf heim á endanum,“ segir Jón Steinar Sæmundsson. Margrét Kristín Pétursdóttir tekur undir sjónarmið Hávarðs. „Mér finnst sérstaklega fólk með börn, við vorum þvinguð í að skipta um lögheimili og höfðum ekkert um það að segja en menn stefna á að koma hingað aftur og taka þátt í að byggja upp bæinn,“ segir hún. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem forsætisráðuneytið lét vinna er þeim möguleika velt upp hvort setja eigi sérlög um kjörgengi og kosningarétt svo allir sem voru með lögheimili í Grindavik 9. nóvember 2023 geti kosið í sveitarfélaginu. Prófessor í stjórnmálafræði segist hafa fullan skilning á að fólk sem ætli sér að flytja aftur heim vilji hafa áhrif á hverjir muni byggja upp bæinn á ný. Hún segir að skýrt þurfi að vera undir hvaða kringumstæðum mögulegar lagabreytingar verði gerðar. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Ef það verður þannig að fólki verði gefinn kostur á kjósa í sveitarfélaginu, sem er ekki með lögheimili þar en var með lögheimili áður en það neyddist til að flytja, þá þarf að huga vel að því að hugsa um hvað er verið að gefa umboð til að gera,“ sagði Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í kvöldfréttum Sýnar. „Er bæjarstjórnin að fá umboð til að byggja upp núna fyrir þá sem eru á svæðinu núna? Já. Er hún að fá umboð til að byggja upp næstu 10-20 árin? Já, auðvitað að leggja grunninn að því. En það verða kosningar á fjögurra ára fresti. Eiga kjósendur sem munu mögulega einhvern tímann búa þarna í framtíðinni að hafa atkvæðisrétt?,“ bætti Eva við. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir muni flytja til baka Í áðurnefndu lögfræðiáliti er sá möguleiki einnig ræddur að fólk geti kosið á tveimur stöðum, í Grindavík sem og í nýju sveitarfélagi þar sem lögheimili er nú skráð. „Það slær mig undarlega ef fólk ætti að hafa tvö atkvæði. Bæði í sveitarfélaginu sem það er með lögheimili í og í Grindavík þar sem það bjó áður. Að sama skapi má alveg velta upp að það gæti alveg verið mögulegt og kannski eru ákveðin rök fyrir því vegna þess að þetta er svo óvanalegt.“ Eva segir ekki endilega hægt að gera ráð fyrir því að allir sem segjast ætla að flytja til baka muni gera það, eða að fólk sem aldrei segist ætla til baka muni samt sem áður gera það í framtíðinni. „Það að byggja þessa ákvörðun á ætlun er bara pólitísk ákvörðun en að sama skapi augljóst að það er ekkert hægt að gera ráð fyrir því að það sem fólk ætlar að gera í dag að það muni gera það eftir einhvern tíma, jafnvel ár. Þegar Grindavík er komin aftur í fullan gang.“ Skiptar skoðanir um hvað skuli gera Um síðustu mánaðamót voru 880 skráðir með lögheimili í Grindavík en einungis lítill hluti þeirra er með fasta búsetu þar. Rúmlega 3500 manns voru með lögheimili í sveitarfélaginu í lok árs 2023. Í Grindavík eru skoðanirnar skiptar en bæjarstjórn bókaði í vikunni að hún telji best að kosningar fari þar fram samkvæmt óbreyttum lögum. Smári Jökull Jónsson, fréttamaður Sýnar, ræddi við nokkra Grindvíkinga. „Ég vil bara að þær fari fram, þeir sem eru með lögheimili í Grindavík geta kosið, aðrir ekki,“ segir Þormar Ómarsson. Jón Margeirsson sagði það eðlilegt að þeir sem séu með skráð lögheimili í bænum fái að kjósa þar. „Ef fólk er heilshugar með það að koma heim og leggja lóð á vogarskálarnar að byggja bæinn upp, ef það væri hægt að finna leið að því þá væri það geggjað. Fólk þarf að gera upp við sig hvað það ætlar að gera,“ segir Jón. Hávarður Gunnarsson segir hins vegar að þeir sem hafi verið með lögheimili í bænum 10. nóvember 2023, daginn sem fyrsta kvikuhlaupið hófst, ættu að fá að kjósa. „Vegna þess að það eru margir sem vilja hafa eitthvað um málið að segja sem eru ekki með lögheimili í dag,“ segir Hávarður. „Mér fyndist að ég þyrfti að geta haft áhrif því hugurinn stefnir alltaf heim á endanum,“ segir Jón Steinar Sæmundsson. Margrét Kristín Pétursdóttir tekur undir sjónarmið Hávarðs. „Mér finnst sérstaklega fólk með börn, við vorum þvinguð í að skipta um lögheimili og höfðum ekkert um það að segja en menn stefna á að koma hingað aftur og taka þátt í að byggja upp bæinn,“ segir hún.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira