Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar 2. september 2025 09:02 Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson ÍSÍ Jafnréttismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun