Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 23:41 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. Vísir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. „Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur. Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
„Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur.
Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira