Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar 1. september 2025 10:46 Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun