Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 08:57 Ævisaga Alexei Navalní er á lista rússneskra stjórnvalda um öfgaefni sem er bannað að leita að á netinu. Bókin kom út að Navalní látnum en hann lést í gúlagi Vladímírs Pútín forseta. Vísir/EPA Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis. Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis.
Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira