Sport

Feðgarnir slógust eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndband náðist af feðgunum í svakalegum slagsmálum eftir tapleik sonarins/bróðursins.
Myndband náðist af feðgunum í svakalegum slagsmálum eftir tapleik sonarins/bróðursins. x

Avery Johnson er leikstjórnandi háskólaliðs Kansas State í ameríska fótboltanum en það var þó ekki hann sem kom fjölskyldunni í fyrirsagnirnar á dögunum.

Kansas State var í æfingaferð í Evrópu og spilaði æfingarleik við Iowa State í Dublin á Írlandi.

Eftir leikinn þá náðist myndband af því þegar faðir og bróðir leikstjórnandans voru að slást fyrir utan leikvanginn en Kansas State hafði tapað leiknum 24-21.

Feðgarnir tókust vel á og enduðu báðir í götunni eins og sjá mátti með því að fletta hér fyrir neðan. Svo mikið gekk á að það þurfti marga menn til að slíta þá í sundur.

Mark Johnson, faðirinn og Anthony Johnson, bróðurinn, sendu seinna frá sér yfirlýsingu eftir að myndbandið fór á flug á netinu. Þar báðust þeir afsökunar á hegðun sinni.

„Við biðjumst innilega afsökunar á hegðun okkar eftir leikinn á Írlandi. Hugsunarlaust þras vatt upp á sig og endaði með ástæðulausum slagsmálum. Við höfum leyst okkar deilumál og tökum fulla ábyrgð á okkar hegðun. Við höfum beðið alla í fjölskyldu okkar afsökunar og biðjum nú alla hjá Kansas State University og stuðningsmenn liðsins líka afsökunar,“ sagði í sameiginlegri afsökunarbeiðni feðganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×