Fótbolti

Hákon skoraði í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille skoruðu sjö sinnum í seinni hálfleiknum.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille skoruðu sjö sinnum í seinni hálfleiknum. Getty/Catherine Steenkeste

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille voru í miklum ham í frönsku deildinni í dag.

Hákon var meðal markaskorara í 7-1 stórsigri á Lorient á útivelli.

Lille hefur náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum og er eins og er í efsta sætinu.

Það ótrúlega við þessi úrslit að staðan var markalaus í hálfleik.

Hákon skoraði fimmta markið á 87. mínútu leiksins.

Matias Fernandez-Pardo og Hamza Igamane skoruðu báðir tvö mörk en þeir Romain Perraud og Osame Sahraoui voru með eitt mark hvor.

Hákon er með tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en næst á dagskrá hjá honum eru leikir með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×