Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 06:18 Lyfjasalinn er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og gamall vinur Guðlaugs Þórs. Hann hefur verið á þingi í minna en ár. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira