Guðrún hrókerar í þingflokknum Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 22:15 Guðrún Hafsteinsdóttir eftir að hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins eftir nauman sigur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Guðrún greinir frá þessu í færslu á Facebook sem hún birti um klukkan 22 í kvöld í kjölfar yfirlýsingar Hildar, sem skrifaði að hún hefði sagt af sér sem formaður þingflokksins til að forða flokknum frá innri átökum í atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hildur heldur áfram sem þingmaður en hún var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvígi þeirra í vor. Þakkar Hildi fyrir Í Facebook-færslu sinni þakkar Guðrún Hildi fyrir störfin síðustu tvö ár og segir hana skýrt dæmi um þingmann „sem brennur fyrir íslenskt samfélag og vill leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla.“ En nú sé staðan breytt þar sem flokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðu. „Á morgun kynni ég ákvörðun mína um nýjan þingflokksformann. Fram undan eru breytingar og spennandi tímar,“ skrifar Guðrún. Guðrún segir að nú sem aldrei fyrr þurfi íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda og lýkur svo færslunni á gamallri möntru flokksins: „Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt.“ Hildur segist hafa þingmenn á bak við sig Hildur sagði fyrr í kvöld að hún hefði fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur, sem kvaðst þess vegna hafa ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur. Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hildur hefur gegnt hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hverjir koma til greina? Ekki liggur fyrir hver verður fyrir vali Guðrúnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjórtán menn á þingi. Mögulega velur hún einhvern sem studdi sig í formannskjörinu, til dæmis Ólaf Adólfsson úr Norðvesturkjördæmi sem kom nýr inn á þing í vetur. Guðlaugur Þór Þórðarson gæti einnig komið til greina, eða náinn bandamaður hans í Reykjavík, Diljá Mist Einarsdóttur. Almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en hann hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Aðrir sem hafa verið orðaðir við stöðuna eru Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og jafnvel Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur ur býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Ekki hefur náðst í stakan þingmann Sjálfstæðisflokksins við gerð fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Guðrún greinir frá þessu í færslu á Facebook sem hún birti um klukkan 22 í kvöld í kjölfar yfirlýsingar Hildar, sem skrifaði að hún hefði sagt af sér sem formaður þingflokksins til að forða flokknum frá innri átökum í atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hildur heldur áfram sem þingmaður en hún var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvígi þeirra í vor. Þakkar Hildi fyrir Í Facebook-færslu sinni þakkar Guðrún Hildi fyrir störfin síðustu tvö ár og segir hana skýrt dæmi um þingmann „sem brennur fyrir íslenskt samfélag og vill leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla.“ En nú sé staðan breytt þar sem flokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðu. „Á morgun kynni ég ákvörðun mína um nýjan þingflokksformann. Fram undan eru breytingar og spennandi tímar,“ skrifar Guðrún. Guðrún segir að nú sem aldrei fyrr þurfi íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda og lýkur svo færslunni á gamallri möntru flokksins: „Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt.“ Hildur segist hafa þingmenn á bak við sig Hildur sagði fyrr í kvöld að hún hefði fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur, sem kvaðst þess vegna hafa ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur. Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hildur hefur gegnt hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hverjir koma til greina? Ekki liggur fyrir hver verður fyrir vali Guðrúnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjórtán menn á þingi. Mögulega velur hún einhvern sem studdi sig í formannskjörinu, til dæmis Ólaf Adólfsson úr Norðvesturkjördæmi sem kom nýr inn á þing í vetur. Guðlaugur Þór Þórðarson gæti einnig komið til greina, eða náinn bandamaður hans í Reykjavík, Diljá Mist Einarsdóttur. Almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en hann hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Aðrir sem hafa verið orðaðir við stöðuna eru Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og jafnvel Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur ur býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Ekki hefur náðst í stakan þingmann Sjálfstæðisflokksins við gerð fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira