Innlent

Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfus­borgum

Agnar Már Másson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi leitar að drengnum í samvinnu við björgunarsveitir. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu voru einnig ræstir út til að aðstoða.
Lögreglan á Suðurlandi leitar að drengnum í samvinnu við björgunarsveitir. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu voru einnig ræstir út til að aðstoða. Vísir/Arnar

Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum.

Garðar Már Garðarsson varðstjóri segir að drengurinn hafi síðast sést um klukkan 16 í Ölfusborgum. Þegar foreldrar hans hafi haft samband við lögreglu um klukkan 17 hafi þau þegar leitað hans í um einn og hálfan tíma.

Garðar segir að björgunarsveitir hafi verið ræstar út, einnig leitarhundar. Auk þess hafa lögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu komið til að aðstoða. 

Þá búi viðbragðsaðilar sig undir að setja dróna í loftið til að hjálpa við leitina.

„Drengurinn er með dökkt sítt hár sem bundið var í hnút. Hann klæddist svartri hettupeysu, svörtum buxum og skóm með camo mynstri,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi enn fremur á Facebook.

Lögregla biður þá sem telja sig hafa upplýsingar um drenginn að láta lögreglu vita í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×