Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:24 Íslensk gagnaver eru ekki misnotuð meira en í öðrum ríkjum, samkvæmt Samtökum gagnavera á Íslandi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir. Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“ Gagnaver Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“
Gagnaver Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent