Skutu hver annan fyrir orður og bætur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:01 Að minnsta kosti 35 rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir svik, með því að hafa sært hvern annan eða falsað sár með öðrum hætti til að fá bætur. Getty Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15