Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 12:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, á kynningu árið 2023, með þáverandi yfirmönnum RSC Energia. EPA/GRIGORY SYSOEV Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Rússland Geimurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar.
Rússland Geimurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila