Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 12:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, á kynningu árið 2023, með þáverandi yfirmönnum RSC Energia. EPA/GRIGORY SYSOEV Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Rússland Geimurinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar.
Rússland Geimurinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira