Fótbolti

Fram­tíð Maríu hjá Marseille í ó­vissu eftir uppþotið í æfinga­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir samdi við Marseille í sumar en nokkrum dögum fyrir fyrsta leik á tímabilinu er hún heima í Noregi.
María Þórisdóttir samdi við Marseille í sumar en nokkrum dögum fyrir fyrsta leik á tímabilinu er hún heima í Noregi. epa/VINCENT MIGNOTT

María Þórisdóttir er komin aftur heim til Noregs eftir uppákomu í æfingaleik Marseille og Club Esportiu Europa á Spáni. Þjálfari Marseille var rekinn vegna framkomu sinnar í leiknum í síðustu viku.

Þjálfari Marseille, Frédéric Goncalves, var rekinn af velli í leiknum gegn Club Esportiu Europa ásamt öðrum úr þjálfarateymi liðsins.

Allt varð vitlaust þegar sex mínútur voru til leiksloka og leikmönnum og þjálfurum liðanna lenti saman. Leikurinn var flautaður af og Goncalves hefur nú verið látinn fara frá Marseille.

María var í áfalli yfir uppákomunni í leiknum á Spáni og sneri aftur til Noregs. Óvíst er hvað tekur við hjá henni en hún samdi við Marseille í sumar eftir að hafa leikið lengi á Englandi.

Marseille sækir Lyon heim í fyrsta leik sínum á tímabilinu í frönsku úrvalsdeildinni sunnudaginn 7. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×