Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:30 Framkvæmdum við Fjallaböðin í Þjórsárdal miðar vel en búð er að grafa inn í fjallið Rauðkamba þar sem hótelið og böðin verða. Vísir/Telma Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32
Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22