Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 20:49 Sigurður Ingi segir það augljóst að ekki sé verið að framfylgja lögunum miðað við að leigubílaástand hafi komið upp um ári eftir að lögin voru sett. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. „Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“ Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“
Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent