Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 17:01 Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby fylgjast með leiknum í Víkinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Danska fótboltafélagið Bröndby hefur tekið hart á framkomu stuðningsmanna sinna eftir tapið í Víkinni fyrir nokkrum vikum. Bröndby steinlá óvænt 3-0 í fyrri leiknum við Víkingi í Sambandsdeildinni og það fauk í framhaldinu vel í fjölmarga ósátta stuðningsmenn liðsins sem höfðu lagt á sig ferð alla leið til Íslands. Þeir slógust við stuðningsmenn Víkings á tveimur stöðum og frömdu skemmdarverk í Víkinni. Bröndby fór yfir málið og skoðaði upptökur af slagsmálunum í Víkinni og fyrir utan Ölver. Niðurstaðan var að setja fimm einstaklinga í bann. Bröndby fékk 3,6 milljón króna sekt frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Danska félagið þarf líka að borga fyrir skemmdarverk á ferðakamar í Víkinni. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, staðfesti bannið við bold.dk. „Á þeim tíma sem er liðinn þá höfum við fengið allt myndefni í boði og út frá því höfðum við ákveðið að setja fimm einstaklinga í bann. Þetta eru þeir brotlegu sem við gátum nafngreint á myndböndunum,“ sagði Ole Palmå. Bröndby vann seinni leikinn 4-0 í Kaupmannahöfn og komst áfram í næstu umferð. Liðið mætir þar franska félaginu Strasbourg og staðan í einvíginu er 0-0 eftir fyrri leikinn í Frakklandi. Bröndby myndi næla sér í væna peningaupphæð frá UEFA vinni liðið seinni leikinn á heimavelli sínum. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33 Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31 Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07 „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59 Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Bröndby steinlá óvænt 3-0 í fyrri leiknum við Víkingi í Sambandsdeildinni og það fauk í framhaldinu vel í fjölmarga ósátta stuðningsmenn liðsins sem höfðu lagt á sig ferð alla leið til Íslands. Þeir slógust við stuðningsmenn Víkings á tveimur stöðum og frömdu skemmdarverk í Víkinni. Bröndby fór yfir málið og skoðaði upptökur af slagsmálunum í Víkinni og fyrir utan Ölver. Niðurstaðan var að setja fimm einstaklinga í bann. Bröndby fékk 3,6 milljón króna sekt frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Danska félagið þarf líka að borga fyrir skemmdarverk á ferðakamar í Víkinni. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, staðfesti bannið við bold.dk. „Á þeim tíma sem er liðinn þá höfum við fengið allt myndefni í boði og út frá því höfðum við ákveðið að setja fimm einstaklinga í bann. Þetta eru þeir brotlegu sem við gátum nafngreint á myndböndunum,“ sagði Ole Palmå. Bröndby vann seinni leikinn 4-0 í Kaupmannahöfn og komst áfram í næstu umferð. Liðið mætir þar franska félaginu Strasbourg og staðan í einvíginu er 0-0 eftir fyrri leikinn í Frakklandi. Bröndby myndi næla sér í væna peningaupphæð frá UEFA vinni liðið seinni leikinn á heimavelli sínum. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33 Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31 Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07 „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59 Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33
Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31
Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07
„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48