Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin 25. ágúst 2025 20:04 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Rio Ngumoha í kvöld. EPA/ADAM VAUGHAN Englandsmeistarar Liverpool eru áfram með fullt hús í ensku úrvalsdeildinni eftir erfiða heimsókn norður til Newcastle í kvöld. Það var mikil dramatík í leikslok og hetjan kom úr óvæntri átt. Hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður sex mínútum áður. Liverpool vann þar með 3-2 útisigur á Newcastle á St. James´ Park í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar, leik sem var af flestum kallaðir Alexander Isak leikurinn. Liverpool fylgir því eftir toppliði Arsenal og Tottenham en öll þrjú liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins. Liverpool leit samt ekki vel út í byrjun leiks en tókst að koma sér inn í leikinn, skora tvö mörk og verða manni fleiri eftir ljótt brot Liverpool stráksins í Newcastle liðinu. Newcastle spilaði manni fleiri allan seinni hálfleik en tókst samt að jafna. Liverpool átti hins vegar lokaorðið og Rio Ngumoha skoraði þetta mikilvæga mark þegar hundrað mínútur voru liðnar af leiknum. Newcastle menn byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti dyggilega studdir af stuðningsmönnum sem vildu sjá blóð. Newcastle var grimmari í flesta bolta fram eftir leik og fyrstu hálftíminn var mjög óþægilegur fyrir Liverpool. Leikmenn liðsins fengu tvö gul spjöld og voru mikið að væla í dómaranum. Anthony Gordon var nokkrum sínum nálægt því að koma boltanum á markið en Liverpool slapp með skrekkinn og Alisson Becker var vakandi í markinu. Svo var eins og mesta orkan væri búin í heimaliðinu. Liverpool tókst að róa leikinn og ná upp spili. Stuttu seinna lá boltinn í markinu. Ryan Gravenberch fékk tíma til að skjóta og lét vaða fyrir utan teig. Boltinn endaði í netinu og Liverpool í miklu betri málum en spilamennskan verðskuldaði. Hálfleikurinn endaði þó enn verr fyrir Newcastle því Anthony Gordon hoppaði aftan í Virgil van Dijk þegar boltinn var farinn. Fékk fyrst gult spjald en Simon Hooper fór í skjáinn og breytti gulu spjaldi réttilega í rautt spjald. Það var ekki nóg með að Newcastle missti mann af velli í uppbótatíma fyrri hálfleiks þá voru þeir orðnir tveimur mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Hugo Ekitike skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir sendingu frá Cody Gakpo en markið kom á fyrstu mínútu í seinni hálfleik og svo snemma að Arne Slot missti af markinu. Newcastle gafst ekki upp. Bruno Guimaraes minnkaði muninn með skalla eftir fyrirgjöf frá Tino Livramento. Milos Kerkez sofnaði á verðinum. Þetta mark kveikti heldur betur í stuðningsmönnum Newcastle sem voru orðnir frekar daufir eftir slæmar mínútur í kringum hálfleikinn. Það var síðan William Osula sem jafnaði metin og hélt að að hann hefði tryggt liðinu stig. Ótrúlegar senur en þetta var ekki búið. Liverpool átti ás upp í erminni í hinum sextán ára gamla Rio Ngumoha. Liverpool náði frábærrri sókn og táningurinn er réttur maður á réttum stað. Dominik Szoboszlai lét sendingu Mo Salah fara til hans og Rio tryggði Liverpool þrjú stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Liverpool eru áfram með fullt hús í ensku úrvalsdeildinni eftir erfiða heimsókn norður til Newcastle í kvöld. Það var mikil dramatík í leikslok og hetjan kom úr óvæntri átt. Hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður sex mínútum áður. Liverpool vann þar með 3-2 útisigur á Newcastle á St. James´ Park í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar, leik sem var af flestum kallaðir Alexander Isak leikurinn. Liverpool fylgir því eftir toppliði Arsenal og Tottenham en öll þrjú liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins. Liverpool leit samt ekki vel út í byrjun leiks en tókst að koma sér inn í leikinn, skora tvö mörk og verða manni fleiri eftir ljótt brot Liverpool stráksins í Newcastle liðinu. Newcastle spilaði manni fleiri allan seinni hálfleik en tókst samt að jafna. Liverpool átti hins vegar lokaorðið og Rio Ngumoha skoraði þetta mikilvæga mark þegar hundrað mínútur voru liðnar af leiknum. Newcastle menn byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti dyggilega studdir af stuðningsmönnum sem vildu sjá blóð. Newcastle var grimmari í flesta bolta fram eftir leik og fyrstu hálftíminn var mjög óþægilegur fyrir Liverpool. Leikmenn liðsins fengu tvö gul spjöld og voru mikið að væla í dómaranum. Anthony Gordon var nokkrum sínum nálægt því að koma boltanum á markið en Liverpool slapp með skrekkinn og Alisson Becker var vakandi í markinu. Svo var eins og mesta orkan væri búin í heimaliðinu. Liverpool tókst að róa leikinn og ná upp spili. Stuttu seinna lá boltinn í markinu. Ryan Gravenberch fékk tíma til að skjóta og lét vaða fyrir utan teig. Boltinn endaði í netinu og Liverpool í miklu betri málum en spilamennskan verðskuldaði. Hálfleikurinn endaði þó enn verr fyrir Newcastle því Anthony Gordon hoppaði aftan í Virgil van Dijk þegar boltinn var farinn. Fékk fyrst gult spjald en Simon Hooper fór í skjáinn og breytti gulu spjaldi réttilega í rautt spjald. Það var ekki nóg með að Newcastle missti mann af velli í uppbótatíma fyrri hálfleiks þá voru þeir orðnir tveimur mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Hugo Ekitike skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir sendingu frá Cody Gakpo en markið kom á fyrstu mínútu í seinni hálfleik og svo snemma að Arne Slot missti af markinu. Newcastle gafst ekki upp. Bruno Guimaraes minnkaði muninn með skalla eftir fyrirgjöf frá Tino Livramento. Milos Kerkez sofnaði á verðinum. Þetta mark kveikti heldur betur í stuðningsmönnum Newcastle sem voru orðnir frekar daufir eftir slæmar mínútur í kringum hálfleikinn. Það var síðan William Osula sem jafnaði metin og hélt að að hann hefði tryggt liðinu stig. Ótrúlegar senur en þetta var ekki búið. Liverpool átti ás upp í erminni í hinum sextán ára gamla Rio Ngumoha. Liverpool náði frábærrri sókn og táningurinn er réttur maður á réttum stað. Dominik Szoboszlai lét sendingu Mo Salah fara til hans og Rio tryggði Liverpool þrjú stig.