Veður

Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu þrettán til 22 stig.
Hiti verður á bilinu þrettán til 22 stig. Vísir/Vilhelm

Langt suðsuðvestur af landinu er nú kröpp lægð, með uppruna úr fyrrverandi fellibyl, Erin, á norðurleið og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði austan stinningsgola eða kaldi en strekkingur eða allhvass vindur við suðurströndina.

Rigning eða súld með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi.

Hiti verður á bilinu þrettán til 22 stig.

„Í nótt bætir heldur í vind og á morgun má búast við allt að 20 m/s syðst á landinu. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en annars víða bjart en stöku skúrir á víð og dreif,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Rigning öðru hvoru víða um land, en yfirleitt þurrt norðan heiða. Hiti 12 til 20 stig.

Á miðvikudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast syðst. Rigning suðaustanlands, annars bjart með köflum, en víða skúrir síðdegis. Hiti 11 til 20 stig, svalast við austurströndina.

Á fimmtudag og föstudag: Hæg austlæg eða breytileg átt með lítilsháttar vætu á víð og dreif og áfram milt veður.

Á laugardag: Norðaustanátt með rigningu eða súld, en skúrum vestantil og kólnar heldur.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðlæga átt og víða vætu, einkum fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×