Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2025 21:05 Friedrich Merz Þýskalandskanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata. EPA Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega. Þýskaland Efnahagsmál Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega.
Þýskaland Efnahagsmál Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49