Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2025 21:05 Friedrich Merz Þýskalandskanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata. EPA Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega. Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega.
Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49