Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2025 21:05 Friedrich Merz Þýskalandskanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata. EPA Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega. Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega.
Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“