Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2025 16:07 Magnús vonar að einhver hafi séð þegar kofinn var fluttur burt og hafi samband. Aðsend Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. „Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband. Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband.
Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36
Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00