Innlent

Grunur um brot gegn öðru barni, al­var­legt slys og tíðindi á Menningar­nótt

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni.

Alvarlegt slys varð þegar tveir starfsmenn á Íslandsmótinu í Rallycross í Hafnarfirði höfnuðu undir keppnisbíl við brautina. Fólkið er ekki sagt í lífshættu, en keppni var frestað vegna slyssins.

Veðurstofan fylgist grannt með jökulhlaupinu sem hófst úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls í gær. Starfsfólk Veðurstofunnar hefur sinnt vöktun á vettvangi og fylgist með mælum á svæðinu, en í fréttatímanum verður rætt við sérfræðing um stöðuna vegna hlaupsins sem hann segir nokkuð óhefðbundið.

Það var mikið um að vera í Miðborg Reykjavíkur í tilefni Menningarnætur í dag og stendur dagskrá yfir fram á kvöld. Í fréttatímanum tökum við púlsinn á stemningunni í bænum þar sem um fjögur hundruð viðburðir hafa verið á dagskrá. Það dró einnig til tíðinda við setningu hátíðarinnar þegar ráðherra tilkynnti um fyrirætlanir stjórnvalda um stækkun Þjóðleikhússins.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×