Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2025 15:31 Glasner segist mögulega þurfa að taka skóna fram vegna miðvarðakrísu Palace. Sebastian Frej/Getty Images Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira