Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:23 Danni Baróns og Addi í Sólstöfum stýra nú síðustu þáttunum sínum á útvarpsstöðinni X977. Samsett Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar. „Daglegum útvarpsmönnum eins og mér og Danna var sagt upp ásamt nánast öllum sérþáttastjórnendum,“ skrifar Aðalbjörn Tryggvason, betur þekktur sem Addi í Sólstöfum, í færslu á Facebook. Þar vísar hann í Daníel Jón Baróns Jónsson, betur þekktur sem Danni Baróns, sem er einnig þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni. Addi hefur sjálfur starfað sem þáttastjórnandi í tæp þrjú ár en Danni rúm fjögur. „Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, skemmtileg vinna, skemmtilegir hlustendur og samstarfsfólkið frábært. Geng þakklátur frá borði,“ skrifar Addi. Danni hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar í Instagram-fræslu. „Vitur maður sagði eitt sinn: Maður vex á X-inu, en maður á ekki að vaxa með X-inu. Það er fín mantra þessa dagana þar sem Sýnar fólkið vildi spara smá pening og ákváðu að segja mér upp (veit reyndar ekki hverjir því aldrei hef ég hitt þessa dularfullu yfirmenn),“ segir Danni. Hann segir það „smá skell“ að tíma hans á stöðinni sé að ljúka en jafnvel smá létti. „Það leiðinlega er að fá ekki lengur að bulla í eyru hlustenda á X-inu, en ég get nú bullað í eyru ykkar hvar sem er. Þið eruð hvergi óhult, því miður,“ segir Danni, sem lofar svakalegri lokaviku sem þáttastjórnandi útvarpsstöðvarinnar. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Ekki standi til að leggja útvarpsstöðina niður. „Við erum aðeins að breyta dagskránni hjá okkur,“ segir Stefán sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
„Daglegum útvarpsmönnum eins og mér og Danna var sagt upp ásamt nánast öllum sérþáttastjórnendum,“ skrifar Aðalbjörn Tryggvason, betur þekktur sem Addi í Sólstöfum, í færslu á Facebook. Þar vísar hann í Daníel Jón Baróns Jónsson, betur þekktur sem Danni Baróns, sem er einnig þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni. Addi hefur sjálfur starfað sem þáttastjórnandi í tæp þrjú ár en Danni rúm fjögur. „Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, skemmtileg vinna, skemmtilegir hlustendur og samstarfsfólkið frábært. Geng þakklátur frá borði,“ skrifar Addi. Danni hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar í Instagram-fræslu. „Vitur maður sagði eitt sinn: Maður vex á X-inu, en maður á ekki að vaxa með X-inu. Það er fín mantra þessa dagana þar sem Sýnar fólkið vildi spara smá pening og ákváðu að segja mér upp (veit reyndar ekki hverjir því aldrei hef ég hitt þessa dularfullu yfirmenn),“ segir Danni. Hann segir það „smá skell“ að tíma hans á stöðinni sé að ljúka en jafnvel smá létti. „Það leiðinlega er að fá ekki lengur að bulla í eyru hlustenda á X-inu, en ég get nú bullað í eyru ykkar hvar sem er. Þið eruð hvergi óhult, því miður,“ segir Danni, sem lofar svakalegri lokaviku sem þáttastjórnandi útvarpsstöðvarinnar. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Ekki standi til að leggja útvarpsstöðina niður. „Við erum aðeins að breyta dagskránni hjá okkur,“ segir Stefán sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira