„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Hólmar Örn spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. sýn sport skjáskot „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59