Íslenski boltinn

„Erum við virki­lega í fitu­pró­sentum 2025?“

Sindri Sverrisson skrifar
Grétar Guðjohnsen með snakkpokann við höndina í atvinnuviðtali.
Grétar Guðjohnsen með snakkpokann við höndina í atvinnuviðtali.

Besta deildin er í fullum gangi og deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi bæði á toppi og botni. Í nýjustu auglýsingunni fyrir Bestu deildina sjáum við Grétar Guðjohnsen „leikmann“ KR leita sér að nýju liði áður en félagskiptaglugginn lokast.

Tækifæri Grétars hjá KR hafa verið af skornum skammti og í auglýsingunni sjáum við hann reyna að sannfæra nokkra þjálfara í deildinni til þess að bæta sér við þeirra leikmannahópa.

Fyrir tímabilið fengum við að sjá Grétar á æfingum hjá KR og af hverju Óskari fannst mikilvægt að halda honum í hópnum.

Hér að neðan er svo hægt að sjá hver örlög Grétars verða fyrir restina af tímabilinu og hafa ber í huga að það er alltaf hægt að nýta góða menn. Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Grétar Guðjohnsen leitar að nýju liði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×