Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:30 Adrien Rabiot og Jonathan Rowe fóru að slást í klefanum og spila ekki aftur fyrir Marseille. EPA/Enric Fontcuberta/Guillaume Horcajuelo Franska fótboltafélagið Marseille setti tvo af leikmönnum sínum óvænt á sölulista eftir uppákomu í búningsklefa liðsins eftir tap í fyrstu umferð frönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot og enski vængmaðurinn Jonathan Rowe. Þeir hafa báðir spilað sinn síðasta leik fyrir Marseille. Þetta kom til vegna þess að þeir fóru að slást í búningsklefanum eftir svekkjandi tap á móti Stade Rennais. Pablo Longoria, forseti Marseille, segir félagið ekki geta gert neitt annað í stöðunni. Hann lýsti slagsmálum Rabiot og Rowe sem ofbeldisfullum og ofsafengnum. „Það sem gerðist þarna var mjög alvarlegt og mjög ofbeldisfullt. Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Pablo Longoria við AFP. Pablo Longoria :"Quand Darryl Bakola fait un malaise, il faut s'arrêter. Même dans la pire des bagarres il y a des règles. Là il n'y en avait pas."(AFP) #TeamOM pic.twitter.com/uGpfO5B2As— FadaOM (@FadaOM_) August 20, 2025 „Við urðum að taka ákvörðun áður en þetta varð að einhverju miklu stærra máli. Við sættum okkur ekki við svona hegðun hjá okkar fótboltafélagi ekki frekar en nokkur önnur samtök myndu gera,“ sagði Longoria. Marseille var manni fleiri í klukkutíma í leiknum en tapaði samt. Það sauð heldur betur upp úr í klefanum en mikill aldurs- og reynslumunur er á þessum tveimur leikmönnum. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið. Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir eru franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot og enski vængmaðurinn Jonathan Rowe. Þeir hafa báðir spilað sinn síðasta leik fyrir Marseille. Þetta kom til vegna þess að þeir fóru að slást í búningsklefanum eftir svekkjandi tap á móti Stade Rennais. Pablo Longoria, forseti Marseille, segir félagið ekki geta gert neitt annað í stöðunni. Hann lýsti slagsmálum Rabiot og Rowe sem ofbeldisfullum og ofsafengnum. „Það sem gerðist þarna var mjög alvarlegt og mjög ofbeldisfullt. Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Pablo Longoria við AFP. Pablo Longoria :"Quand Darryl Bakola fait un malaise, il faut s'arrêter. Même dans la pire des bagarres il y a des règles. Là il n'y en avait pas."(AFP) #TeamOM pic.twitter.com/uGpfO5B2As— FadaOM (@FadaOM_) August 20, 2025 „Við urðum að taka ákvörðun áður en þetta varð að einhverju miklu stærra máli. Við sættum okkur ekki við svona hegðun hjá okkar fótboltafélagi ekki frekar en nokkur önnur samtök myndu gera,“ sagði Longoria. Marseille var manni fleiri í klukkutíma í leiknum en tapaði samt. Það sauð heldur betur upp úr í klefanum en mikill aldurs- og reynslumunur er á þessum tveimur leikmönnum. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið.
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira