Framboðið „verður að koma í ljós“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:05 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sagði það hafa verið orðaleik að titla sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa.“ Vísir/Ívar Fannar Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira