Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 19:30 Fabio fagnar marki hjá Fluminense í leik þar sem hann hélt hreinu, fagnaði sigri og sló heimsmet. EPA/Antonio Lacerda Brasilíski markvörðurinn Fábio er nú sá sem hefur spilað flesta opinbera fótboltaleiki á ferlinum. Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025 Brasilía Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025
Brasilía Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira