„Þetta er innrás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Norskir kafarar við störf í Haukasdalsá í gær. Þeir færa sig í Vatnsdalsá í Húnabyggð í dag. Vísir/Anton Brink Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“ Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“
Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40
Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31