„Þetta er innrás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Norskir kafarar við störf í Haukasdalsá í gær. Þeir færa sig í Vatnsdalsá í Húnabyggð í dag. Vísir/Anton Brink Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“ Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“
Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40
Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31