Veður

Hæg­viðri og hiti að ní­tján stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort fyrir klukkan 14.
Spákort fyrir klukkan 14. Veðurstofan

Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum, en líkur á þokubökkum úti við sjávarsíðuna umhverfis landið.

Hiti verður á bilinu tólf til nítján stig, hlýjast á Suðurlandi í dag, en fyrir norðan á morgun.

„Annað kvöld nálgast lægð úr suðri og gengur því í vaxandi suðaustanátt sunnanlands og þykknar upp. Regnsvæði lægðarinnar fer norður yfir land á föstudag með tilheyrandi suðaustanstrekkingsvindi og dálítilli rigningu sunnan- og vestantil. Áfram fremur hlýtt á landinu yfir daginn,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Hægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en vaxandi suðaustanátt syðst um kvöldið. Hiti 12 til 17 stig.

Á föstudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil væta, en hægara og bjartviðri norðaustantil. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á laugardag og sunnudag: Suðaustankaldi eða -strekkingur og rigning með kölfum, en hægara og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar heldur í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðaustanátt með hlýindum, víða dálítil væta, en bjart eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×