Ekki allt sem sýnist varðandi launin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2025 16:19 Kristján Þór hefur starfað sem framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá árinu 2021. Áður starfaði hann í lengri tíma í fjármálageiranum meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Valitor. Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna frétta fjölmiðla í morgun um að Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Landsbjargar hafi á árinu 2024 verið með um 9,8 milljónir í laun á mánuði. Í tilkynningunni segir að stærsti hluti þessara reiknuðu launa séu úttekt séreignasparnaðar Kristjáns síðustu 35 ára. Hann hafi Kristján leyst út í fyrra eins og heimilt er að gera við sextugsaldur. Fjölmiðlar fjölluðu um tekjur Kristjáns Þórs og fjölda annarra Íslendinga í tilefni útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Kristján Þór er efstur á blaði í hópnum „hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem gefið var út í dag. „Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda.“ Landsbjörg segir félagið greiða laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. „Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.“ Á hæla Kristjáns Þórs varðandi tekjur reiknaðar út frá skattgreiðslum síðasta árs koma Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með 6,2 milljónir króna og Heiðrún Lind Marteinsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með fimm milljónir króna. Tekjur Björgunarsveitir Félagasamtök Tengdar fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53 Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01 Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu vegna frétta fjölmiðla í morgun um að Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Landsbjargar hafi á árinu 2024 verið með um 9,8 milljónir í laun á mánuði. Í tilkynningunni segir að stærsti hluti þessara reiknuðu launa séu úttekt séreignasparnaðar Kristjáns síðustu 35 ára. Hann hafi Kristján leyst út í fyrra eins og heimilt er að gera við sextugsaldur. Fjölmiðlar fjölluðu um tekjur Kristjáns Þórs og fjölda annarra Íslendinga í tilefni útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Kristján Þór er efstur á blaði í hópnum „hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem gefið var út í dag. „Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda.“ Landsbjörg segir félagið greiða laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. „Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.“ Á hæla Kristjáns Þórs varðandi tekjur reiknaðar út frá skattgreiðslum síðasta árs koma Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með 6,2 milljónir króna og Heiðrún Lind Marteinsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með fimm milljónir króna.
Tekjur Björgunarsveitir Félagasamtök Tengdar fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53 Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01 Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19. ágúst 2025 15:53
Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. 19. ágúst 2025 13:01
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19. ágúst 2025 12:01