Lífið

Dúnmjúkir pizzasnúningar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Pizzasnúningarnir eru frábærir sem nesti fyrir krakkana í vetur.
Pizzasnúningarnir eru frábærir sem nesti fyrir krakkana í vetur. Gotterí og gersemar

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og Gersemar, deildi nýverið gómsætri uppskrift að pizzasnúningum sem er tilvalið að baka og frysta til að eiga í nesti fyrir krakkana í vetur. Þeir eru dúnmjúkir, bragðgóðir og hverfa jafn fljótt og þeir koma úr ofninum.

Pizzasnúningur 

Uppskrift í 35-40 stk.

Hráefni:

100 g smjör

500 ml mjólk

1 pk þurrger (um 12g)

830 g hveiti

60 g sykur

½ tsk. salt

16 stk skinkusneiðar

Um 5 lúkur rifinn ostur

Um 6 msk. pizzasósa

Oregano krydd

1 egg

Aðferð:

Bræðið smjör í potti og hitið mjólkina síðan útí þar til blandan er volg, takið þá af hellunni og bætið þurrgerinu saman við, leyfið að standa í um 5 mínútur á meðan annað er undirbúið.

Setjið hveiti, sykur og salt í hrærivélarskál með króknum og blandið saman.

Hellið gerblöndunni varlega saman við og hnoðið vel saman.

Setjið deigkúluna í olíuborna stóra skál, plast yfir og leyfið að hefast í um 45 mínútur.

Skiptið deiginu í tvo hluta og þrýstið/fletjið út í um 40×40 cm.

Smyrjið þunnu lagi af pizzasósu yfir allt saman, raðið skinkusneiðum á helminginn ásamt osti og kryddi.

Flettið þá helminginn sem er ekki með skinku og osti yfir hinn og þrýstið aðeins niður og jafnið deig.

Skerið í um 2 cm þykkar ræmur, snúið uppá og raðið á bökunarplötu, leyfið að hefast að nýju í um 20 mínútur.

Hitið ofninn á meðan í 190°C, penslið deigið með pískuðu eggi og bakið í um 20 mínútur eða þar til vefjurnar verða vel gylltar.


Tengdar fréttir

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir áhrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Sígild sumarterta að hætti Dana

Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag.

Fullkominn forréttur sem þið verðið að prófa

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið ljúffengri uppskrift af grillosti með pestói og klettasalati. Rétturinn er tilvalinn sem léttur forréttur eða sem meðlæti með grillmatnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.