Messi í argentínska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 17:23 Lionel Messi er kominn aftur af stað með Inter Miami eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. Getty/Rich Storry Lionel Messi er í nýjasta landsliðshópi Argentínumanna en Lionel Scaloni valdi hann fyrir leiki í undankeppni HM á móti Venesúela og Ekvador í byrjun næsta mánaðar. Scaloni valdi reyndar 31 mann í risahóp og þar eru tveir ungir og spennandi leikmenn eða þeir Franco Mastantuono hjá Real Madrid og Claudio Echeverri hjá Manchester City. Messi lék með argentínska landsliðinu í júní en missti af leikjum liðsins í mars. Hann hefur skorað 112 mörk í 193 landsleikjum. Hann er ekki búinn að gefa það út hvort hann verði með á HM næsta sumar. Marcos Acuna kemur aftur inn í liðið en Alejandro Garnacho, sem er út í kuldanum hjá Manchester United, er ekki valinn að þessu sinni. Enzo Fernández hjá Chelsea er ekki í hópnum en hann tekur út leikbann í báðum leikjunum. Argentína tryggði sér sæti á HM í mars síðastliðnum og var þar fyrsta Suðurameríkuþjóðin til að gera það. HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Leikurinn við Venesúela fer fram á heimavelli í Buenos Aires en hinn leikurinn fer fram í Ekvador. Messi kom aftur inn í lið Inter Miami um síðustu helgi eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði mark og gaf stórkostlega stoðsendingu í 3-1 sigri. Messi hélt margoft um aftanvert lærið í leiknum og Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, sagði að hann væri ekki alveg heill. Það gæti því farið svo að Messi verði ekki með í leikjunum en Scaloni á auðvitað eftir að skera hópinn eitthvað niður. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Scaloni valdi reyndar 31 mann í risahóp og þar eru tveir ungir og spennandi leikmenn eða þeir Franco Mastantuono hjá Real Madrid og Claudio Echeverri hjá Manchester City. Messi lék með argentínska landsliðinu í júní en missti af leikjum liðsins í mars. Hann hefur skorað 112 mörk í 193 landsleikjum. Hann er ekki búinn að gefa það út hvort hann verði með á HM næsta sumar. Marcos Acuna kemur aftur inn í liðið en Alejandro Garnacho, sem er út í kuldanum hjá Manchester United, er ekki valinn að þessu sinni. Enzo Fernández hjá Chelsea er ekki í hópnum en hann tekur út leikbann í báðum leikjunum. Argentína tryggði sér sæti á HM í mars síðastliðnum og var þar fyrsta Suðurameríkuþjóðin til að gera það. HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Leikurinn við Venesúela fer fram á heimavelli í Buenos Aires en hinn leikurinn fer fram í Ekvador. Messi kom aftur inn í lið Inter Miami um síðustu helgi eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði mark og gaf stórkostlega stoðsendingu í 3-1 sigri. Messi hélt margoft um aftanvert lærið í leiknum og Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, sagði að hann væri ekki alveg heill. Það gæti því farið svo að Messi verði ekki með í leikjunum en Scaloni á auðvitað eftir að skera hópinn eitthvað niður.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira