„Réttu spilin og réttu vopnin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 20:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira