Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Ben Griffin var afar ólíkur sjálfum sér í upphafi lokahringsins í gær. Getty/Kevin C. Cox Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Griffin er hörkugóður kylfingur og stefnir til að mynda á að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjamanna. Þá var hann þegar búinn að tryggja sér sæti í lokakeppni PGA-mótaraðarinnar þegar hann spilaði í gær, og hafði að litlu að keppa þar sem hann var fjórtán höggum frá efsta manni. En Griffin ætlaði sér þó aldrei að eiga þá hryllilegu byrjun sem hann átti á hringnum þegar hann fjórpúttaði á fyrstu holu, sló svo teighögg út fyrir braut og hafði á endanum spilað fyrstu þrjár holurnar á heilum sex höggum yfir pari. Ben Griffin just 4-putt from inside of 5 feet 💀 pic.twitter.com/rPppY71gKG— Fore Play (@ForePlayPod) August 17, 2025 Hvað í ósköpunum var í gangi? „Já, þetta er svolítið áhugaverð saga. Ég tek kreatín sem fæðubótarefni og í þetta sinn fékk ég mér það ekki í raun fyrr en ég var mættur á fyrsta teig. Skammturinn minn var að klárast svo ég var í raun með bolta af kreatíni, því þetta hafði verið í fötunni í mánuð, og ég braut þetta og setti í vatnsflöskuna. Allt í góðu. Ég hef tekið svona áður á golfvellinum. Ég byrjaði að drekka þetta eftir annað höggið mitt og ég gleypti óvart einn af stóru steinunum úr vatnsflöskunni. Ég hef aldrei tekið of stóran skammt af kreatíni áður en hlýt að hafa gert það því ég drakk eiginlega ekkert vatn eftir þetta. Ég gleypti í raun heilan snjóbolta. Svo ég fór allur að skjálfa rosalega. Mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Griffin. Kylfusveinninn til bjargar Hann náði sér þó á endanum á strik og lék hringinn samtals á einu höggi undir pari, eftir að hafa fengið sjö fugla á síðustu tólf holunum. „Ég fjórpúttaði á fyrstu holu og á þeirri næstu var ég bara að fríka út og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég sló svo langt út fyrir brautina. Sem betur fer kom kylfusveinninn minn og lét mig drekka heilmikið af vatni, og ég reyndi að róa mig aðeins niður. Ég sló svo inn á braut og leið betur. Fékk samt tvöfaldan skolla og svo skolla á næstu holu,“ sagði Griffin. Hann íhugaði að draga sig úr keppni en eins og fyrr segir lauk hringnum vel. Þrátt fyrir það ætlar Griffin ekki að blanda sér aftur kreatíndrykk á síðustu stundu. Scottie Scheffler vann mótið eins og fyrr hefur verið fjallað um. Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Griffin er hörkugóður kylfingur og stefnir til að mynda á að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjamanna. Þá var hann þegar búinn að tryggja sér sæti í lokakeppni PGA-mótaraðarinnar þegar hann spilaði í gær, og hafði að litlu að keppa þar sem hann var fjórtán höggum frá efsta manni. En Griffin ætlaði sér þó aldrei að eiga þá hryllilegu byrjun sem hann átti á hringnum þegar hann fjórpúttaði á fyrstu holu, sló svo teighögg út fyrir braut og hafði á endanum spilað fyrstu þrjár holurnar á heilum sex höggum yfir pari. Ben Griffin just 4-putt from inside of 5 feet 💀 pic.twitter.com/rPppY71gKG— Fore Play (@ForePlayPod) August 17, 2025 Hvað í ósköpunum var í gangi? „Já, þetta er svolítið áhugaverð saga. Ég tek kreatín sem fæðubótarefni og í þetta sinn fékk ég mér það ekki í raun fyrr en ég var mættur á fyrsta teig. Skammturinn minn var að klárast svo ég var í raun með bolta af kreatíni, því þetta hafði verið í fötunni í mánuð, og ég braut þetta og setti í vatnsflöskuna. Allt í góðu. Ég hef tekið svona áður á golfvellinum. Ég byrjaði að drekka þetta eftir annað höggið mitt og ég gleypti óvart einn af stóru steinunum úr vatnsflöskunni. Ég hef aldrei tekið of stóran skammt af kreatíni áður en hlýt að hafa gert það því ég drakk eiginlega ekkert vatn eftir þetta. Ég gleypti í raun heilan snjóbolta. Svo ég fór allur að skjálfa rosalega. Mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Griffin. Kylfusveinninn til bjargar Hann náði sér þó á endanum á strik og lék hringinn samtals á einu höggi undir pari, eftir að hafa fengið sjö fugla á síðustu tólf holunum. „Ég fjórpúttaði á fyrstu holu og á þeirri næstu var ég bara að fríka út og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég sló svo langt út fyrir brautina. Sem betur fer kom kylfusveinninn minn og lét mig drekka heilmikið af vatni, og ég reyndi að róa mig aðeins niður. Ég sló svo inn á braut og leið betur. Fékk samt tvöfaldan skolla og svo skolla á næstu holu,“ sagði Griffin. Hann íhugaði að draga sig úr keppni en eins og fyrr segir lauk hringnum vel. Þrátt fyrir það ætlar Griffin ekki að blanda sér aftur kreatíndrykk á síðustu stundu. Scottie Scheffler vann mótið eins og fyrr hefur verið fjallað um.
Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira