Íslenski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðin­legir leikir hér fyrir á­horf­endur“

Hörður Unnsteinsson skrifar
Bræðurnir Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson eru lykilmenn hjá Aftureldingu.
Bræðurnir Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson eru lykilmenn hjá Aftureldingu. Sýn

Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag.

„Þrjú óþarfa mörk að mínu mati hjá okkur, dálítið barnaleg. Ég er svekktur að við hleypum þeim aftur og aftur inn í leikinn, það er svo mikil óþarfi. Þetta eru hlutir sem við þurfum að fara yfir á æfingum og breyta þessum jafnteflum yfir í sigra og ég hef alla trú á því að við gerum það,“ sagði Axel.

Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur áhorfs, sex mörk og mikið um dramatík. Axel var þó á því að þetta hafi verið barnalegur fótbolti sem var spilaður undir lokin.

„Hörkuleikur, það hafa verið ansi fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur. Það er mjög súrt að taka ekki þrjú stig í dag. 

Þetta var svolítill borðtennis fótbolti í lokin. Síðustu 10 mínúturnar voru bara við í dauðafæri, þeir í dauðafæri og þeir klúðra svo dauðafæri hérna rétt undir lokin, þar sem á reyndar að koma aukaspyrna að mínu mati. Þetta var bara aðeins of barnalegur fótbolti hjá báðum liðum síðustu mínúturnar,“ sagði Axel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×